Beethoven Tónleikar (2KLST): https://www.youtube.com/watch?v=P6EdMgtOqIo
Sjá einnig: https://soundcloud.com/user911478883/tracks (dæmi um hljóðrit GE)
Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.
INNGANGSORÐ
Gagnrýni Jóns Þórarinssonar í Mbl birtist 16. júní 1982:
Guðmundur Emilsson er stórefnilegur hljómsveitarstjóri og við hann hljótum við að binda miklar vonir, JÞ.
Jón Þórarinsson
Tímamótamaður íslenskrar tónlistarsögu
Það er skoðun undirritaðs Guðmundar Emilssonar að enginn tónlistarmaður hafi haft jafn víðtæk áhrif á þróunn tónlistarmála á tuttugustu öld en Jón Þórarinsson tónskáld með meiru. Öll helstu tónskáld þjóðarinnar numu tónsmíðar af honum. Hann stofnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands og kom að rekstri hennar um árabil bæði sem stjórnarformaður og framkvæmdarstjóri. Leitað var til hans um setu í öllum ráðum og nefndum þjóðarinnar sem höfðu með tónlist að gera. Allt frá heimkomu frá námi og til dauðadags. Jón Þórarinsson var í raun allt í öllu í íslensku tónlistarlífi. Það var ekki lítilsvirði fyrir undirritaðan að hafa stuðning hans að bakhjarli er komið var heim úr námi 1982. Að sama skapi var eins og fótum væri kippt undan manni er hann hvarf frá störfum frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og við stjórn hennar tóku menn sem skortu burði og þekkingu til starfans. Við þá breytingu varð ég landflótta farandsöngvari. Jón var persónulegur vinur og kennari minn í Tónlistarskólanum í Reykjavík frá barnsaldri og þekkti mig sundur og saman, líkt og Leonard Bernstein sem síðar varð mentor minn í víðasta skilningi þess orðs til sex ára eða þar til hann var allur. Jón Þórarinsson var heimsborgari og fremstur meðal jafningja en þá skorti þá víðsýni og heimsborgarabrag sem Jóni voru eðlislæg. Lifi minning hans og verk öll.
Jón fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu, 13. september.Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþingismaður, og Anna María Jónsdóttir. Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hélt síðan til Bandaríkjanna og nam við Yale-háskóla undir handleiðslu Paul Hindemith, eins helsta frömuðar nútímatónlistar á þeim tíma. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Jón Þórarinsson hóf störf við Ríkisútvarpið 1938-1940 og aftur 1942-1943, en þá sem fréttamaður á fréttastofu útvarpsins og var þá tekinn inn í Blaðamannafélag Íslands. Jón starfaði að mestu óslitið hjá Ríkisútvarpinu 1938-1956, en þegar hann hélt til Bandaríkjanna 1944 til tónlistarnáms samdist svo um að hann héldi hálfum launum hjá útvarpinu gegn því að hann kæmi til starfa á tónlistardeild útvarpsins að námi loknu, að því er segir í bókinni Útvarp Reykjavík eftir Gunnar Stefánsson. Eftir heimkomuna 1947 starfaði Jón á tónlistardeildinni í níu ár og hafði veruleg áhrif á tónlistarmál Ríkisútvarpsins á þeim tíma, eins og síðar segir í umræddri bók. Jón varð síðar dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Jón var einnig forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966. Hann var jafnframt afkastamikið tónskáld og auk stærri verka liggja eftir hann mörg alkunn sönglög, svo sem Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á Hörpu. Þá skrifaði hann sögu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, tónskálds og höfundar íslenska þjóðsöngsins.
. . . LANDFLÓTTA OG FLAKKANDI SKALTU VERA Á JÖRÐINNI . . .
ÞEGAR ÉG (GE) LAS ÞESSI VIÐBRÖGÐ JÓNS ÞÓRARINSSONAR TÓNSKÁLDS OG FORMANNS SINFÓNÍHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS VIÐ STOFNUN ÍSLENSKU HLJÓMSVEITARINNAR, FLAUG MARGT Í HUGA MÉR. ÉG ÁTTAÐI MIG Á ÞVÍ AÐ JÓN ÞÓRARINSSON VÆRI EINI MAÐURINN Á ÍSLANDI SEM EKKI EINUNGIS FAGNAÐI ÍSLENSKU HLJÓMSVEITINNI OG UNGA FÓLKINU SEM MYNDAÐI HANA, HELDUR OG UNGA MANNINUM SEM FÓR FYRIR HENNI. HANN TÓK OKKUR OPNUM ÖRMUM EINN RÁÐAMANNA Í ÍSLENSKU TÓNLISTARLÍFI. ÞEIR SEM TÓKU VIÐ STÖRFUM HANS Á VEGUM SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS VILDU BREGÐA FÆTI FYRIR ÍSLENSKU HLJÓMSVEITNA OG STJÓRNANDA HENNAR OG GERÐU ÞAÐ. SÚ AÐFÖR VARÐ TIL ÞESS AÐ HLJÓMSVEITARSTJÓRINN UNGI SAGÐI UPP ÖLLUM STÖRFUM SÍNUM Á ÍSLANDI TIL FJÖGURRA ÁRA OG STAKK SÉR TIL SUNDS EINS OG ÁÐUR HEFUR VERIÐ SAGT, ENDA ÞOLDI HANN EKKI TÓMLÆTI SINFÓNÍHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Í HANS GARÐ. ÞETTA VAR EFTIR ÁRIÐ 1985. MENTOR HANS LEONARD BERNSTEIN, FRÆGASTI HLJÓMSVEITARSTJÓRI HEIMS, NÁNAST SKIPAÐI HONUM ÞÁ AÐ HVERFA Á BROTT FRÁ ÍSLANDI OG LÁTA REYNA Á HÆFILEIKA SÍNA VÍÐA UM HEIM. BERNSTEIN REYNDIST SANNSPÁR. SINFÓNÍHLJÓMSVEIT ÍSLANDS HUNDSAÐI DR. GUÐMUND EN AÐRAR HLJÓMSVEITIR Í FJÓRUM HEIMSÁLFUM TÓKU HONUM FAGNANDI, OG ÞÁ EINNIG ÓPERUHÚS OG KÓRAR. SJÁ ALÞJÓÐLEGA TÓNLISTARGAGNRÝNI HÉR AÐ NEÐAN OG EFTIRFARANDI YFIRLIT YFIR ÞÆR HLJÓMSVEITIR OG KÓRA SEM GUÐMUNDUR STARFAÐI MEÐ FRÁ 1985.
NÚ RÆÐUR HVER OG EINN SEM ÞETTA LES HVOR VAR HEIMSKARI, NÝR STJÓRNARFORMAÐUR SINFÓNÍHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS EÐA EFTIRFARANDI TÓNLISTARHÓPAR UM VÍÐA VERÖLD. ÞAÐ ER AUGLJÓST, OG SÉST Á OFANGREINDUM PISTLUM JÓNS ÞÓRARINSSONAR OG NEÐANGREINDUM HLJÓMSVEITUM SEM GUÐMUNDUR HEFUR STARFAÐ MEÐ, AÐ SINFÓNÍHLJÓMSVEIT ÍSLANDS HEFUR AF EINHVERJUM ÁSTÆÐUM SNIÐGENGIÐ FYRSTA HLJÓMSVEITARSTJÓRA SEM ÍSLAND HEFUR GETIÐ AF SÉR OG TEKIST HEFUR AÐ ALA ÖNN FYRIR SÉR OG SÍNUM ALLA TÍÐ MEÐ HLJÓMSVEITARSTJÓRN; FYRSTA HLJÓMSVEITARSTJÓRANN SEM ER BROT AF BERGI ÍSLANDS EN EKKI AÐFLUTTUR.
ÞESSAR STAÐREYNDIR ÆTTU EIGINLEGA AÐ BERAST TIL RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS ÁSAMT SVOHLJÓÐANDI SPURNINGU: VARÐAR SVONA SNIÐGANGA OPINBERRAR STOFNUNAR EKKI VIÐ LÖG? BER SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS EKKI SKYLDU TIL AÐ RÆKTA OKKAR GARÐ OG ÞAR MEÐ ÞÁ EINSTAKLINGA SEM MESTA HAFA MENNTUN OG REYNSLU? LJÓST ER HVAÐA SKOÐUN JÓN ÞÓRARINSSON HAFÐI Á ÞESSU RANGLÆTI.
ICELANDIC CHAMBER ORCHESTRA
REYKJAVIK ICELAND
EASTMAN SCHOOL OF MUSIC ORCHESTRA
NEW YORK US
BROWN UNIVERSITY ORCHESTRA
RHODE ISLAND US
REYKJAVIK COLLEGE OF MUSIC ORCHESTRA
REYKJAVIK ICELAND
JACOB SCHOOL OF MUSIC ORCHESTRAS (5)
BLOOMINGTON US
NEW MUSIC ENSEMBLE
BLOOMINGTON US
OREGON MOZART PLAYERS
OREGON US
NEW MUSIC ENSEMBLE OHIO UNIVERSITY
ATHENS US
ICELANDIC CHAMBER ORCHESTRA
REYKJAVIK ICELAND
AVANTI (!) CHAMBER ORCHESTRA
HELSINKI FINLAND
CITY ORCHESTRA
ESPOO FINLAND
CITY ORCHESTRA
TAMPERE FINLAND
ICELAND NATIONAL SYMPHONY ORCHESTRA
REYKJAVIK ICELAND
BALTIC PHILHARMONIC ORCHESTRA
RIGA LATVIA
BALTIC PHILHARMONIC CHAMBER ORCHESTRA
RIGA LATVIA
LATVIAN PHILHARMONIC CHAMBER ORCHESTRA
RIGA LATVIA
NATIONAL ORCHESTRA POLISH RADIO AND TV
WARSAWA POLAND
AALBORG SYMPHONY ORCHESTRA
AALBORG DENMARK
NATIONAL ORCHESRA
KARLO VIVARY CZECH REPUBLIC
NATIONAL ORCHESTRA RADIO AND TV
BUCAREST RUMENIA
ROME SINFONIETTA
ROME ITALY
NATIONAL ORCHESTRA
SARDINIA ITALY
CHAMBER ORCHESTRA
ASHDOD ISRAEL
NATIONAL YOUTH SYMPHONY ORCHESTRA
ISRAEL
NATIONAL SYMPHONY ORCHESTRA
SAN JUAN ARGENTINA
NATIONAL SYMPHONY ORCHESTRA
MAR DEL PLATA ARGENTINA
NATIONAL SYMPHONY ORCHESTRA
QUITO EKVADOR
ENSEMBLE GRENOBLE,
GRENOBLE FRANCE
PHILHARMONIC CHORUS
REYKJAVÍK ICELAND
FÓSTBRÆÐUR MALE CHORUS
REYKJAVIK ICELAND
REYKJAVÍK MENS CHORUS
REYKJAVÍK
HLJÓMEYKI VOCAL ENSEMBLE
REYKJAVÍK
RADIO CHORUS
RIGA LATVIA
RIGA BOYS CHOIR
RIGA LATVIA
PHILHARMONIC CHORUS
RIGA LATVIA
EASTMAN CHORALE
NEW YORK US
CHAMBER SINGERS
BLOOMINGTON US
GUÐMUNDUR HEFUR UNNIÐ MEÐ FJÖLDA EINSÖNGVARA OG EINLEIKARA VÍÐA UM HEIM EN SKORTIR MINNI TIL AÐ REKJA ÞAÐ HÉR ÁN GAGNA . . .