6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

18. mars 2022

Tónlistarhneykslið í Efstaleiti á sér langan aðdraganda - og komið að mér að opna skjóðuna hægt og bítandi. Það er árið 1997; ég hafði staðið vörð um hagsmuni tónlistardeildar í átta ár og hún blómstrað samkvæmt stjórnsýsluúttekt menntamálaráðherra. Útvarpsstjóri og útvarpsráð alveg himinlifandi og klöppuðu mér á öxlina (sjá skýrslu um stjórnsýsluúttekt og fundargerðir útvarpsráðs). Það sem þessir aðilar vissu ekki - var þetta: Sumir samverkamenn mínir voru hreinlega öfundsjúkir, deildarstjórar sem kunnu bara eyða peningum en ekki að afla þeirra, jafnvel dagskrárstjórar og framkvæmdastjórar voru síblankir. Spurt var: Hvernig fer þesssi tónlistarstjóri að því að auka dagskrárframboð tónlistardeildar, þótt tekjur deildarinnar séu árlega skornar af og færðar yfir á aðrar deildir sem voru alltaf á hausnum? Svar: Ég hafði stofnað hljómsveit atvinnumanna, lagði grunninn að henni 1980, og rekið og fjármagnað hana til 1989, og fengið Bjartsýnisverðlaun forseta Íslands og Bröstes fyrir vikið. En hvernig? Við erum að tala um tugi milljóna króna á ári hverju á núvirði. Hvernig? Það er iðnaðarleyndarmál að svo stöddu. Píanósnillingur Anna Guðný Guðmundsdóttir, sem var samverkakona mín um hríð á skrifstofu Íslensku Hljómsveitarinnar, sagði þessa sögu: Einu sinni fór fulltrúi hljómsveitarinnar á fund bankastjóra eins, í von um styrkveitingu til hljómsveitarinnar, en fór af þeim fundi tómhentur. Guðmundur var ekki ánægður með svo slælegan árangur og kom af næsta bankastjórafundi með tvær heilar milljónir króna, sagði AGG. Ég sel þessa sögu ekki dýrar en ég keypti hana. Heyr hjóðritað samtal okkar Önnu G.G. á www.gudmunduremilsson.is Reyndar þótti mér þessi saga ekki merkileg og hafði með öllu gleymt þessu atviki, enda er það hlutverk hljómsveitarstjóra um víða veröld, að afla tekna fyrir sína hljómsveit. Ég fór með Esa-Pekka Salonen í síðdegisbetliferð um Lundúnir. Það var hundleiðinleg ferð að okkar mati, en mikið um kleinur og tertur og konur og betliræður Salonens. Allt til styrktar LSO.