6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

15. mars 2022

Hvað liggur mér á hjarta spyr FB? Tónlistarhneykslið í Efstaleiti! // Reyndi að forða mér frá því - og hlýddi á allar sinfóníur Beethovens fyrir hádegi. Það tók um fimm klukkusundir plús. Galdrar // Kom mér á óvart hversu knöpp þessi meistaraverk eru í raun og veru - hef stjórnað þeim öllum - níu að tölu. Þau breyttu heimssýn manna um víða veröld, heimssýn skálda og rithöfunda, myndlistarmanna, leikskálda, dansflokka og pólítíkusa jafnvel óperstjóra - og tónskálda - og gera enn í dag - þótt sumir óforvitnir og óhugsandi embættismenn, já og ómenntaðir, geri sér enga grein fyrir því // Beethoven sótti aldrei um "ríkisstyrk" - í Vínarborg hégómans - sem að lokum beinlínis drap hann (les skýrslu um krufningu). Nei, það voru 15 menn á borð við Ragnar í Smára (les HKL) sem héldu honum lifandi og semjandi á menntaskólakennara launum // Einu sinni gat ungt tónlistarfólk unnið sér til launa með því að leika í Útvarp, jafnvel stjórna Sinfóníhljómsveit Íslands og hljórita innlendar tónsmíðar til flutnings í Útvarpi. Einu sinni voru ungum einsöngvurum og einleikurum boðið að syngja og leika með Útvarpshljómsveitinni og síðar SÍ. Þá var hægt að snúa aftur til útlanda og stunda frekara nám í hljóðfæraleik, tónsmíðum, einsöng. Þá voru óperur fluttar í Þjóðleikhúsinu samkvæmt lögum // Hvernig getur "menntaþjóð" farið svona hrikalega aftur á einum mannsaldri? // Mentor minn, Bernstein að nafni, sagði við mig, eftir að ég lýsti fyrir honum tónlistarástandinu á Íslandi - það mun hafa verið sumarið 1982 eða þar um bil - Gudmundur minn, láttu þér ekki detta í huga að reyna að starfa í Reykjavík. Þú munt koðna niður og verða að engu. Forpokast! Ég skal hjálpa þér að gerast farandsöngvari - á þotuöld // Ég vildi óska að ég hefði töfrasprota Bernsteins og gæti hjálpað ungu tónlistarfólki að starfa að list sinni, hér heima og í útlöndum. Ég reyndi það til 10 ára með stofnun Íslensku Hljómsveitarinnar sem lék á fullum launum - en svo gat ég ekki verið sjálboðaliði lengur - átti börn og buru // Við Beethoven eigum eitt sameiginlegt, og aðeins eitt - við gengum aldrei í ríkissjóð almennings með betlistaf // Ég átti mér velvildarmann í New York, einskonar Ragnar, sem sá um mig og mína framtíð, jafnt í lífi sínu sem dauða. Fyrir þá rausn get ég aldrei nógsamleg þakkað // Ég hef ætíð átt mér griðastað á Íslandinu fagra, í Árvogsklaustri, en hefi ekki komið nálægt klíkum, pólítík og embættismönnum hinnar dauðu handar ríkisins - og mun aldrei gera - mun hvorki þiggja listamannalaun né fuglaorður. Ég hef komist af án slíks glingurs, og það bara nokkuð vel, ef ekki bara ótrúlega vel. Get um frjálst höfuð strokið í roki og rigningu. Skulda engum krónu - hvað þá heldur greiða // Mun hverfa á braut til Guðs míns, þegar kallið kemur, sáttur við allt og alla // En þetta árans tónlistarhneyksli í Efstaleiti mun sjálfsagt fylgja mér þar til yfir lýkur // Elskulegur faðir minn sagði á dánarbeði sínu: Gummi minn, notaðu sprotann svo lengi sem þér auðnast, en taktu þá upp pennann, ge // PS: Pabbi fékk fuglaorðuna síðdegis, en komið við í fiskbúð á heimleið og fjárfesti í ýsu og kartöflupoka og setti fuglaorðuna þar í. Svo settist hann í stofustól til að horfa á dagsverkið, fréttir í Sjónvarpi. Móðir mín sturtaði kartöflunum í pott og sauð þær, ýsuna og fuglaorðuna - alveg óvart . . .