6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

11. mars 2022

Beethoven og Shostakovich. Hvað eiga þeir sameiginlegt auk fídóns tónlistarhæfileika? Einu sinni voru tvö peð í Evrópu sem ætluðu sér að taka til í ríkinu, sópa og skúra í nafni öreiga. Annar hét Napólíjón og hinn Stalín - en þeir krýndu sig báðir keisara. Þeir Beethoven og Shostakovitch þoldu ekki þessa menn, en neyddust til þess, enda voru peðin samtímamenn þeirra. Þetta var vont og vandist ekki og fékk útrás í tónverkum.