6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

11. mars 2022
Mér varð á, er ég hlýddi á Sinfóníu #5 og #7 eftir Shostakovich, undir stjórn mentors míns Bernsteins, og þá sérstaklega er lokaþáttur #5 birtist út úr mistrinu í allri sinni ógnvekjandi harmvekju, að velta fyrir mér nöfnum manna: Hitlers, Stalins, Putins og Þrastar þrjóska. Vei vondum mönnum. Öll þessi nöfn vekja með mér ógn og skelfingu, enda niðurrifsmenn
 
Ekki verður haldið upp á aldarafmæli tónlistardeildar Útvarpsins og þjóðarinnar 2030, enda hefur það verk mentors míns Páls Ísólfssonar tónlistarfrömuðar verið sprengt í loft upp líkt og Leningrad forðum - og brátt Kænugarður.
eða
 
Guðmundur Emilsson:
"Rússneskum" eða fyrrum CCCP dirigentum er vorkunn að takast á við Shostakovitch. Það vissu nefnilega allir hvað Stalin ætlaði sér - og eftirmenn hans, a la Putin. Finnar hafa alla tíð óttast þessa víkinga úr austri - sb viðbrögð þeirra að þessu sinni. Það er ekki mikil sigurgleði í #7 eftir Shostakovitch. Aðallega harmur og eitthvað ósegjanlegt.