6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

7. mars 2022

Tónlistarhneykslið. Við Jakob Frímann Magnússon ræddumst við í kvöld símleiðis. Hef ekki neitt eftir honum að svo stöddu. En þetta var sagt við hæstvirtan þingmann // Í tónlistastjóratíð undirritaðs í RÚV 1989 til 1997 voru allir dagskrárgerðarmenn Rásar I og Rásar II á launaskrá tónlistardeildar, alls um 60 manns, ef allt er talið, lausir og fastir. Fljólega var afráðið að aðgreina þessar rásir, að Rás II fjallaði um innlenda popptónlist, sem aftur gæfi Rás I svigrúm til að kynna innlenda samtímatónlist og svokallaða sígilda tónlist með menntuðu tónlistarfólki okkar; svo sem innlendan djass (RúRek), og annað innlent tónlistarefni (TónVakinn og ÍsMús til að mynda). Svona var þetta þau ár sem ég var við stjórnvölinn. Svo gerist það að dagskrárstjóri Þröstur Helgason leggur niður tónlistardeil Rásar I og segir starfsmönnum sínum að feta í fótspor Rásar II, Bylgju og Sögu og taka upp tveggja manna hjal - líkt og allar aðrar stöðvar á Íslandi - og spila bara lyftumúsík til að brjóta upp allt þetta bla bla bla // Við JFM, gamall starfsbróðir minn, ákváðum að athuga þetta grafalvarlega mál sem varðar alla tónlistarmenn landsins, alla félaga í FÍH og öðrum félögum tónlistarmanna. Þetta er einelti á vegum ríkisins! Dagskrárstjóri Rásar 1 hefur forsmáð þá tónlistarmenn, tónskáld, kóra og einsöngvara sem hafa einbeitt sér að klassískri tónlist og samtímatónlist.