6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

3. mars 2022

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 1950 og Íslensku Hljómsveitarinnar frá 1982 voru allir hljóðritaðir en brenna nú í Inferno Efstaleitis, í kjallara allra kjallara. Fleiri hundruð ef ekki þúsund hljóðfæraleikara koma hér við sögu, einleikarar og kórara -og það kostar Útvarpið ekki krónu að útvarpa þessari tónlistarsögu. Hví er það ekki gert?

Trausti Þór Sverrisson:

Þetta er orðið löng saga, kæri Guðmundur Emilsson, því smærri sem þjóð er því mikilvægara að er að eiga einstaklinga sem hafa einurð og dug til að greina kjarna frá hismi og halda til haga menningarlegum verðmætum. Pétur Pétursson þulur vitnaði stundum til orða Helga Hjörvar um "skrípatorg fíflanna" þegar hann kíkti við á aðalskrifstofu Útvarpsins a Skúlagötu 4 á níunda áratugnum og honum misbauð efnisval Ríkisútvarpsins. Ég hafði þá tekið við starfi dagskrárstjóra og þótti undarlegt hvernig Útvarpið kom fram við þennan merka sagnaþul.

Guðmundur Emilsson:

Trausti þór þekkir sögu Útvarpsins líkt og ég og fleiri. Bestu þakkir fyrir ofangreint // Já, og við Pétur Pétursson vorum vinir á Skúlagötunni, og við Jón Múli á Klapparsgíg 26. frá 1951 // Því þykir mér vænt um skrif þín og stuðning - fyrrum dagskrárstjóri rásar 1. Eiginlega einstkaklega vænt um stuðninginn - og ykkur skötuhjú í úttttlandinu. Sannleikurinn mun sigra (Hatari)!.