6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

3. mars 2022

Til Þrastar Helgasonar sem lagði niður Tónlistardeild Útvarpsins. Bið þig að lesa eftirfarandi svo þú gerir þér grein fyrir hvað orðið tónmenning þýðir: Nótnasafn Tónverkamiðstöðvar Íslands er einstakt í sinni röð. Það telur yfir tíu þúsund verk eftir á fjórða hundrað tónskáld og má með sanni segja að ekki fyrirfinnist stærra eða ítarlegra nótnasafn íslenskra tónverka í heiminum. Safnið hefur byggst upp frá stofnun miðstöðvarinnar með því að íslensk tónskáld hafa skráð verk sín hjá miðstöðinni en miðstöðinni hafa einnig borist veglegar nótnagjafir - látinna höfunda.