6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

25. febrúar 2022

Tónlistarhneykslið framhald // Húrra fyrir mér! - sagði meistari Ásmundur Sveinsson og hóf sína hrjúfu lófa á loft innan um höggmyndir sínar í og á Sigtúni - en bætti svo við: Ef enginn hælir mér þá geri ég það bara sjálfur // Nú kynnu sumir að halda að RÚV hafi stigið á mínar viðkvæmu tær og ég sé því að ná fram hefndum með þessum skrifum seint og um síðir - sjötugur. Svo er alls ekki. Mér var boðin staða tónlistarstjóra sumarið 1989 með samhljóða atkvæðum útvarpsráðs, sem þóttu tíðindi og hafði ekki gerts í manna minnum - og sat í því embætti í tvö starfstímabil til 1997, en sagði þá starfinu lausu í friði og spekt við Guð og menn og samverkamenn // Af siðferðisástæðum bannaði ég að tónlistardeild léki hljómsveitarhljóðrit mín allt frá 1973 og tónfræðsluþætti - og þá einnig enn eldri hljóðrit móður minnar - á meðan ég gegndi þessu starfi // Ég ítrekaði þær óskir er ég lét af störfum og bað þess að þær yrðu virtar til 2021 er ég yrði sjötugur // Fyrirmyndin? Þetta sama gerði faðir minn - sem dagskrárstjóri Sjónvarps frá stofnun þess - til sjötugs. Fyrirmæli okkar feðga hafa verið virt að mestu // Við störfuðum hins vegar báðir með fólki sem kunni sér ekki hóf í þessum efnum, og misnotaði aðstöðu sína þvers og kruss. Þeir voru þulir, fréttamenn, dagskrárstjórar, framkvæmdastjórar osfrv - jafnt í Útvarpi sem Sjónvarpi - tróðu sér fram syngjandi, spilandi, semjandi, yrkjandi, hlæjandi - segjandi óbeinlínis við þjóðina - ég skal í þig skepnan með öllum ráðum - ár eftir ár // Við feðgar erum með öllu sáttir við RÚV, þá miklu og mikilvægu þjóðarsál. En okkur sárnar er óhæfir menn taka við menningarkyndlinum og messa yfir okkur á sunnudagsmorgnum á skítugum skóm - hafandi rifið upp heilar deildir með rótum // Nei, velgengni mín í námi og störfum er í raun með eindæmum og umfram alla drauma mína. Ég dúxaði í Tónó 1971, tvisvar í Eastman School of Music NY, 1975 BM, 1978 MM, og í Jacobs School of Music, Bloomington, DMA / samhliða því að stofna, fjármagna og stjórna atvinnumannahljómsveit í Reykjavík og reka hana með hagnaði til tíu ára / svo ég nefni ekki hið stórkostlegasta, að eiga þrjú afburða börn og góð börn // Ég hef alveg efni á því að hæla mér sjálfur, líkt og meistari Ásmundur Sveinsson. Húrra.