6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

8. febrúar 2022

Áskell Másson tónskáld

LÖG UM RÚV: Þegar leitast er við að skýra lagaákvæði samkvæmt orðanna hljóðan getur verið nauðsynlegt að líta til annarra lögskýringarsjónarmiða sb: Sérstaklega er lögð rækt við íslenska tungu og íslenskt tónmál, sögu þjóðar og tónlistartsögu, menningararfleifð og tónmenningu og tengsl við almenning og tónlistarunnendur.

Áskell Másson:

Sæll Guðmundur. Ég ætla að segja nokkur orð um RÚV. Ég var þar dagskrárgerðamaður í fimm ár frá 1978 til 1983, þegar "gufan" var til húsa á Skúlagötu. Ég tók við fjölda símtala frá fólki útí bæ sem þakkaði fyrir að RÚV hefði kennt sér að meta klassíska tónlist því það hefði verið lífsfylling sem fylgt hefði alla tíð síðan. Áður en ég hætti var farið að tala um að stofna þyrfti Rás 2 til þess að -og ég man sérstaklega eftir einkunnarorðunum- til þess að létta á rás 1 með flutning á popp- og dægurmúsík svo rásin gæti betur sinnt því hlutverki sínu að miðla og uppfræða um klassíska tónlist, nýja tónlist og sérstaklega Íslenska tónlist. Við erum öll vitni að því sem gerðist: poppið og rokkið flæddi yfir allt á báðum rásum. Nú er enginn tónlistarstjóri lengur, enginn tónmeistari og deildin í raun lögð niður. Þetta hlýtur að varða lög um skyldur RÚV sem þú varst að nefna. Gott væri að byrja á því að endurflytja þætti þína, Guðmundur, svo og Hjálmars H. Ragnarssonar sem kynntu íslensk tónskáld og tónlist þeirra. Ég hef enga íslenska tónlist heyrt í RÚV síðan þættir Hjálmars hljóðnuðu. Með baráttukveðjum, Áskell Másson

Guðmundur Emilsson:

Hér að ofan eru viðbrögð eins afkastamesta og fagurfæðilegasta tónskálds þjóðarinn, þ.e. Áskels Mássonar. Hann hefur skrifað fjölda stórra hljómsveitarverka - umfram flest önnur tónskáld - við lítið skrifborð - kannski á hanabjálka. Því er eðlilegt að hann leggi orð í belg - og gagnrýni Gufu sem er gufuð upp.

Ágæti samverkamaður til áratuga. Þakka þér innilega fyrir ofangreint, og sérstaklega fyrir að muna eftir og nefna útvarpsþætti mína um tónskáldin okkar, alls 36 klukkustundir af tónlist og viðtölum, þætti sem ég hljóðritaði að beiðni þáverandi tónlistarstjóra Útvarpsins 1979 +/- en ég var þá heima að leggja drög að doktorsritgerð. Ég held að flest þessara tónskálda okkar séu nú látin eða í hárri elli. Ég gerði mér fulla grein fyrir ábyrgð minni og reyndi því að vanda þessar 36 klukkustundir eftir megni. Hvort sem mér er ljúft að segja það eður ei, þá eru þessir útvarpsþættir ígildi tónskáldasögu þjóðarinnar frá stríðslokum 1945 til 1979, þegar Jón og Páll höfðu lokið sínum fumkvöðlastörfum í Útvarpi um landið og miðin - sem núverandi dagskrárstjóri Rásar 1 hefur lagt í rúst á örfáum árum. Vei honum. Með baráttu kveðju til Áskells Mássonar tónskálds og samverkamanns á tónlistardeild Útvarpsins fyrir margt löngu, ge

Þegar lög um Ríkisútvarpið og þá Gufuna eru lesin með gleraugum lögfræði kemur í ljós að dagskrárstjóri Rásar 1 er að brjóta lög. Sjá hér að ofan umrædd lög af sjónarhóli tónmenningar Íslands.