6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

29. janúar 2022

Kæra Lísa Páls, þakka vinarbeiðni þína, hún skiptir miklu máli. Einu sinni útvarpsmaður, alltaf útvarpsmaður. Fæddist reyndar á fréttastofu Úvarps að Klapparstíg 26, efri hæðum 1951. Bý nú í Árvogi, en það hús hefur alið af sér fréttamann, fréttastjóra, fyrsta dagskrárstjóra Sjónvarps, þe Emil Björnsson fyrsta deildarstjóra frétta- og menningardeildar Sjónvarps; og upptökustjóra Sjónvarps til áratuga, þe Björn Emilsson; og loks dagskrárgerðarmann tónlistardeildar frá 17 ára aldri sem síðar varð tónlistarstjóri RÚV. Eins og okkur feðgum þyki ekki vænt um óskabarn þjóðarinnar sem er að fara til andskotans í höndum núverandi dagskrárstjóra - sjálf Gufan?

Bergþór Sigurður Atlason:

Ekki svona orðljótur Guðmundur.

Guðmundur Emilsson:

Þú ættir að heyra hvaða orð dagskrárstjóri Gufunnar hefur sagt símleiðis í mín eyru á sl misseri um skort á klassískri tónlist í Útvarpi, svo ekki sé minnst á íslenska samtímatónlist frá 1950 til dagsins í dag - sem hreinlega er brottræk úr dagskrá Gufunnar frá því þessi dagskrárstjóri komst til valda í íslensku tónlistarlífi. Ég veit að mentorar mínir þegar ég var á tánings aldri í Tónó, þeir Páll Ísólfsson, Árni Kristjánsson og Jón Nordal hefðu hreinlega bannfært hann. Er því ekki á þeim buxxxum að draga úr stóryrðum, en vísa til Útvarpslaga, og með þeim lögum skal land byggja.

Bergþór Sigurður Atlason:

Jú ýmislegt við þessa stofnun að athuga. Hefi undanfarna daga bæði hringt í fréttastofu RÚV og sent email vegna þess að nánast engar fréttir þar á bæ um loðnuvertíðina og eða gang loðnuveiða. Af sem áður var þegar þjóðinni voru færðar fréttir af þessum veiðum daglega alla vertíðina. Mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið þegar loðnuvertíðin gengur vel. Eins og að tala við stein, ekkert hlustað þrátt fyrir vinsamleg tilmæli. Hef reynt að vera málefnalegur og spara stóru orðin. Eins og þú segir, það er hugsanlega ekki hægt.

Guðmundur Emilsson:

Jú ýmislegt við þessa stofnun að athuga. Hefi undanfarna daga bæði hringt í fréttastofu RÚV og sent email vegna þess að nánast engar fréttir þar á bæ um loðnuvertíðina og eða gang loðnuveiða. Af sem áður var þegar þjóðinni voru færðar fréttir af þessum veiðum daglega alla vertíðina. Mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið þegar loðnuvertíðin gengur vel. Eins og að tala við stein, ekkert hlustað þrátt fyrir vinsamleg tilmæli. Hef reynt að vera málefnalegur og spara stóru orðin. Eins og þú segir, það er hugsanlega ekki hægt.