6) TÓNLISTARHNEYKSLIÐ RÚV - RÁS 1 - "MENNINGARMORÐ" Í HÁSKÓLABÍÓI 2013 - SJÁ UPPTÖKU FRÁ FUNDINUM

Höfundaréttur © Guðmundur Emilsson. Allur réttur áskilinn samkvæmt Bernarsáttmálanum, með viðaukum.
Menntastofnunum er heimilt að nota þessa síðu sé eigenda höfundarréttar getið.

18. janúar 2022

RÚV dagbók 18/01/2022 Rás 1 kl 06+ til 11:40: Vaknaði við örstutt hljómborðsverl eftir CPE Bach. Ekkert var sagt að viti um CPE, og alls ekkert um þetta stutta meistaraverk. Seinna kom lítið kórverk eftir Jón Nordal, ekkert var sagt um þá fögru perlu. Næst Bítlalag. Loks sveitasöngvar frá Ammrríku í löngum bunum. Þá slökkt á viðtækinu, kl +/- 10:40.

CPEB by Löhr

Ja-hér. Var ég að skrifa um Cage og 4´33´´ fyrir níu árum, hálfri öld eftir frumflutning verksin. Við þetta bergmálar heróp sem ég mun vinna úr til höfuðs yfirmanni Rásar 1, stöð hins óhugsandi manns. Rás 1 er eina menningarútvarpsstöð Íslands, samkvæmt lögum og fjárlögum, en er stjórnað af dagskrárstjóra sem er Hatari - hatar klassíska tónlist! Held áfram að prjóna um þetta þar til dagskrárstjóri segir af sér eður verður sagt upp störfum, enda óhæfur að mati starfsmanna Rásar 1, sem hafa um áratugi þótt vænt um klassíska músík.